- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Nokkrir kennarar og nemendur stigu dans á sviðinu í Kvosinni í morgun til að minna á að Milljarður rís í Hofi í hádeginu á morgun.
Hin árlega dansbylting UN Women verður haldin í Menningarhúsinu Hofi, föstudaginn 17. febrúar kl.12-13. Nemendur og kennarar skólans eru hvattir til að taka þátti þessari athöfn og skólameistari, Jón Már Héðinsson, sem brá sér bæjarleið, hvatti fólk í myndbandi til að láta ekki deigan síga í baráttunni.
Ofbeldi gegn konum er vandamál um allan heim – með þátttöku í dansinum ökum við afstöðu gegn því og heiðrum um leið minningu Birnu Brjánsdóttur, sem varð ofbeldinu að bráð fyrir skemmstu. Blessuð sé minning hennar.
Látum jörðina hristast með samtakamættinum!