Stjórn Hugns afhendir söfnunarfé góðgerðavikunnar
Stjórn Hugns afhendir söfnunarfé góðgerðavikunnar

Stjórn skólafélagsins Hugins afhenti í dag söfnunarfé góðgeðavikunnar, rúma milljón króna. Fulltrúar Sjúkrahússins á Akureyri veittu fénu viðtöku.

Í löngufrímínútunum í dag var söfnunaraféð afhent. Jóhannes Bjarnaon formaður Hollvina Sjúkrahússins á Akureyri ávarpaði nemendur og lýsti aðdáun á þeirri hugulsemi sem lægi að baki þessu söfnunarátaki og gerði dálitla grein fyrir því hvernig hollvinasamtökin stæðu að því að bæta sjúkrahúsið.

Árni Jóhannesson yfirlæknir feliþjónustu geðsviðs sjúkrahússins mælti einnig nokkur orð og gat um þá hugarfarsbreytingu sem orðin væri. Þegar hann hefði verið nemandi í skólanum fyrir fáum áratugum hefði engum komið til hugar að safna peningum fyrir spítalann og enginn eiginlega gert sér grein fyri því, eins og nú væri greinilega orðið, að ungt fólk gæti átt í geðrænum vanda og þurft á aðhlynningu á sjúkrahúsi að halda. Hann þakkaði þennan hlýhug og sagði að þessum peningum yrði varið til góðs fyrir ungt fólk.

Daði Jónsson ritari stjórnar Hugins afhenti Árna þessu næst ávísun upp á eina milljón og fjörutíu þúsund krónur.

Hafi allir sem áttu þátt í þessu átaki þökk fyrir og megi þessir aurar nýtast til bata ungu fólki.

Milljónin