- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Brautskráningin verður í Íþróttahöllinni 17. júní og hefst klukkan 10. Ýmislegt þarf að muna og hér eru helstu tímasetningar, hvert þarf að koma og hvenær.
Æfing fyrir brautskráningarathöfnina. Nauðsynlegt er að mæta á þessa æfingu, þar munu siðameistari, skólameistari og göngustjóri fara yfir athöfnina með nemendum og skólasöngurinn æfður. Æfingin verður í Kvos MA.
Að morgni 17. júní þurfa stúdentar að mæta í Kvosina kl. 9. Mikilvægt er að allir mæti á réttum tíma og séu vel fyrir kallaðir. Í Kvosinni verða nellikurnar nældar í ykkur.
Strax eftir athöfnina verður myndataka á pöllunum á Olgeirstúni. Teknar verða bekkjarmyndir og hópmyndir af árganginum.
Hátíðarveislan í Íþróttahöllinni verður sett klukkan 19.30. Húsið er opnað klukkan 18.30.
Brautskráningin verður í Íþróttahöllinni 17. júní og hefst klukkan 10. Næg sæti eru fyrir ættingja og vini, sérstök svæði merkt þeim og vísað til sæta. Höllin er opnuð klukkan 9 og þeir sem fyrstir koma tryggja sér best sæti. Segið fólkinu ykkar frá því