Brautskráningin verður í Íþróttahöllinni 17. júní og hefst klukkan 10. Ýmislegt þarf að muna og hér eru helstu tímasetningar, hvert þarf að koma og hvenær.

16. JÚNÍ klukkan 11.00

Æfing fyrir brautskráningarathöfnina. Nauðsynlegt er að mæta á þessa æfingu, þar munu siðameistari, skólameistari og göngustjóri fara yfir athöfnina með nemendum og skólasöngurinn æfður. Æfingin verður í Kvos MA.

17. JÚNÍ klukkan 9.00

Að morgni 17. júní þurfa stúdentar að mæta í Kvosina kl. 9. Mikilvægt er að allir mæti á réttum tíma og séu vel fyrir kallaðir. Í Kvosinni verða nellikurnar nældar í ykkur.

Strax eftir athöfnina verður myndataka á pöllunum á Olgeirstúni. Teknar verða bekkjarmyndir og hópmyndir af árganginum.

17. JÚNÍ klukkan 18.30

Hátíðarveislan í Íþróttahöllinni verður sett klukkan 19.30.  Húsið er opnað klukkan 18.30.

Höllinn og foreldrarnir um morguninn

Brautskráningin verður í Íþróttahöllinni 17. júní og hefst klukkan 10. Næg sæti eru fyrir ættingja og vini, sérstök svæði merkt þeim og vísað til sæta. Höllin er opnuð klukkan 9 og þeir sem fyrstir koma tryggja sér best sæti. Segið fólkinu ykkar frá því