Það er nóg um að vera í félagslífi skólans þessar fyrstu vikur vorannar. Söngkeppni MA í uppsiglingu, Leikfélag MA komið í æfingaferli, Gettu betur lið skólans komið í Sjónvarpið og í gær atti lið Menntaskólans kapppi við lið Fjölbrautaskólans í Garðabæ og hafði sigur með 294 stigum. Um það var rætt hvort heimurinn þarfnaðist hetju og lið MA mælti gegn því. Ræðumaður kvöldsins með 562 stig alls var Lovísa Helga Jónsdóttir, MA.

Lið MA er þannig skipað:

 

Arnar Bikir Dansson - Liðsstjóri
Steinunn Halldóra Axelsdóttir - Frummælandi
Karólína Rós Ólafsdóttir - Meðmælandi
Lovísa Helga Jónsdóttir - Stuðningskona