Um helgina hefur mikið verið rætt um Morfis ræðukeppni milli liða Menntaskólans á Akureyri og Menntaskólans á Ísafirði, þar sem Eyrún Björg Guðmundsdóttir í liði MA varð fyrir ósæmilegri og niðurlægjandi framkomu liðsmanna MÍ. Kvartað var undan þessu við stjórn Morfís og í framhaldi af því sagt ítarlega frá málsatvikum á vef Bæjarins besta á Ísafirði og síðan í mörgum öðrum fjölmiðlum.

Aðstoðarskólameistarar skólanna beggja hafa haft með þetta mál að gera hvor á sínum stað, en liðsmenn Menntaskólans á Ísafirði og aðstandendur þess hafa sent frá sér ítarlega afsökunarbeiðni, sem birt er á vef MÍ og má lesa hér. Telst málinu því lokið eins farsællega og kostur er.