- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Blóðbankabíllinn var við Menntaskólann á Akureyri í dag. Met var sett í blóðgjöf í hér á Akureyri rétt eins og á Húsavík í gær. Gott er til þess að vita vegna þess að bljóðgjöf bjargar mörgu mannslífi.
"Blóðusgurnar" í bílnum voru kampakátar í lok vinnudagsins og sögðu að gjafar dagsins væru 65, ögn færri en Húsavíkurmetið frá deginum áður. Þær sögðu þennan dag hafa verið afskaplega annasaman en ánægjulegan, enda hefðu gjafarnir, ekki síst nemendurnir, sýnt mikla biðlund þegar röðin var sem lengst. Þær sögðust hlakka til að koma aftur.
Blóðbíllinn fer af stað á morgun og kemur við á nokkrum stöðum vestan við okkur, allt frá Siglufirði og um Skagafjarðar- og Húnavatnssýslur.