- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Eins og fram hefur komið eru opnir dagar í MA (Ratatoskur) og góðgerðarvika. Hefð er fyrir því að nemendur taki daginn snemma þessa daga og fjölmenni í morgunsund með skólameistara og í göngu með aðstoðarskólameistara áður en skóli hefst. Íþróttakennarar taka svo á móti nemendum með hafragraut, ávöxtum og lýsi. Það blés nokkuð hressilega í morgun og því örlítið færri nemendur sem treystu sér í göngu en stundum áður, en engu að síður voru hátt í 100 göngugarpar sem tóku daginn snemma og fengu sér svo hafragraut á eftir.