Muninn, vorblað, kom út í gær, litskrúðugur og fjölbreyttur. Það sló þögn á mannfjöldann í Kvosinni um hádegisbilið og þegar að var gáð var það vegna þess að allir voru niðursokknir í blaðið. Og þögnin breiddist út og inn í kennslustofur þar sem nemendur gátu tæplega slitið sig frá lestri og myndaskoðun.

Muninn er að öllu leyti búinn til prentunar innan skólans og nemendur sjá um alla hönnun og gera jafnvel auglýsingar fyrir hin og þessi fyrirtæki og nemendur eru þá fyrirsætur.

Að blaðinu stendur þessu sinni 8 manna ritstjórn undir forystu ritstjórans, Jóhönnu Stefánsdóttur. Ritstjórnin er hér á mynd ásamt Jóni Má skólameistara. Við hlið hans er Daníel Freyr Hjartarson, þá Árni Freyr Jónsson, svo Sindri Már Hannesson, sem nú er orðinn formaður Hugins, Jóhanna ritstjóri er í miðjunni og svo koma þær Sóley Úlfarsdóttir og Helen Hannesdóttir, við hlið hennar Auðbergur Gíslason og á endanum Hinrik Ólason.

Fleiri myndir á Facebook