- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Í morgun tók ritstjórn Munins á móti nemendum með kakói og kleinum og í löngu frímínútunum var boðið upp á mjólk og randalín, enda var Muninn kominn í hús, ilmandi af prentsvertu.
Blaðið er hið glæsilegasta, í nýju broti og með miklum myndum auk margvíslegs lesefnis. Óvenjuleg þögn ríkti í Kvosinni þegar allir höfðu fengið blaðið sitt og gaumgæfðu efni þess. Tveir heppnir lesendur fundu í blaði sínu ávísun á 10 þúsusnd króna úttekt á veitingahúsinu Greifanum.
Ritstjórn Munins stóð fyrir ljóðakeppni og verðlaun fyrir besta ljóðið voru ferð til Kaupmannahafnar í fríinu milli anna og gisting á hóteli þar. Dómnefnd var skipuð íslenskukennurum skólans með Jón Má skólameistara í fararbroddi, en verðlaunaljóðið, Árstíðaskipti, er eftir Jónu Kristjönu Hólmgeirsdóttur nemanda í 3. bek F.
Á myndinni er ritstjórnin ásamt Jóni Má og Jónu Kristjönu, lengst til vinstri.
Myndasyrpa úr Kvosinni á útgáfudegi er á Facebooksíðu skólans