Nýr Muninn.is 9.nóv. 2009
Nýr Muninn.is 9.nóv. 2009

Nemendur opnuðu í gær nýjan og endurbættan vef sinn muninn.is. Nýtt útlit hefur verið hannað og vefurinn settur upp og forritaður í nýju vefumsjónarkerfi. Nemendur hafa notið aðstoðar Stefnu, hugbúnaðarhúss, við endurbætur á vefnum og Helgi Hrafn Halldórsson, forritari og gamall nemandi MA og reyndar vefstjóri á fyrstu árum muninn.is vann að forritun að þessum nýja vef í samvinnu við vefstjórann, Daníel Alexandersson, og fleiri aðstandendur skólafélagsins Hugins og skólablaðsins Munins.

Hinn nýi muninn.is hefur alla burði til að verða ákaflega fjölbreytilegt og gagnlegt tól í félagslífi skólans auk þess sem þar verður mikið af upplýsingum, meðal annars yfirlit yfir alla nemendur skólans, eldri skólablöð á tölvusýnilegu formi, sögubrot, pistlar og fréttir - og svo rúsínan í þessum vefpylsuenda: fréttasjónvarpsmyndir, sem kallað er á nútímaíslensku VefTV.

Á meðan þessi stutta frétt var skrifuð kom á muninn.is frétt um kvöldvöku LMA í gærkvöld og fréttamynd með viðtölum við lið MA í Lektu betur keppninni sem fram fer í þessari viku syðra.

.