- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Enn bregðum við upp listaverkum á síðunum Listaverk mánaðarins. Mynd febrúarmánaðar er tiltölulega nýtt olíumálverk af Gamla skóla. Þetta er verk Steingríms St. Th. Sigurðssonar (1925-2000), sem var uppalinn í Gamla skóla og stundaði auk heldur nám í MA og varð stúdent 1943. Hann kenndi ensku við skólann árin 1944-1946 og 1954-1961. Myndina málaði hann snemma árs 1983 og sjónarhornið var frá horni Eyrarlandsvegar og Hrafnagilsstrætis, en Steingrímur var kaþólskrar trúar og bjó í húsi kaþólsku kirkjunnar meðan hann vann að verkinu.
Myndina færði listamaðurinn gamla skólanum sínum að gjöf þegar hann fagnaði 40 ára stúdentsafmæli sínu með skólafélögunum í júní 1983.
Brák Jónsdótir nemandi í 3. bekk MA, sem er í hópi ungra myndlistarmanna á Norðurlandi, valdi þessa mynd.