Mynd af ljósmyndasýningu Örlygs Hnefils.
Mynd af ljósmyndasýningu Örlygs Hnefils.

Í morgun var opnuð sýning á ljósmyndum Örlygs Hnefils Örlygssonar og ljóð Gunnars Más Gunnarssonar á ganginum milli Hóla og Gamla skóla. Sýninguna kalla þeir félagar Listrænar eftirlíkingar.

Báðir eru þessir ungu listamenn gamlir nemendur MA og settu svip sinn á menningarlíf skólans þegar þeir voru hér. Örlygur var í hópi þeirra sem ýttu af stað nemendavef, hinum fyrsta í framhaldsskóla á Íslandi, og stóð jafnframt fyrir blaðaútgáfu og átti þátt í stóratburðum eins og söngkeppni framhaldsskólanna. Gunnar kom einnig við sögu, gaf út menningarrit og stóð fyrir starfi heimspeki- og menningarfélags, svo eitthvað sé nefnt. Báðir eru þeir félagar við nám í háskólum, Örlygur við HA og Gunnar við HÍ. Myndin hér er á sýningunni á ganginum, en hún er jafnframt á sýningu Örlygs Hnefils á Reload kaffihúsinu í Lundúnum.

Skólameistari get þess við opnun sýningarinnar að þessa sýningaraðstöðu ættu nemendur að nýta sér, en um leið vakti hann athygli á listaverkasafni skólans, einhverju stærsta opna listasafni landsins, þar sem myndlistarverk eru í sérhverju herbergi og víða mörg á sama stað.

.