- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Evrópski tungumáladagurinn er 26. september. Að því tilefni er efnt til samkeppni meðal nemenda um að gera myndband, sem hér segir:
Í tilefni Evrópska tungumáladagsins hefur verið ákveðið að halda myndbandakeppni meðal nemenda skólans í 2. 3. og 4. bekk. Nemendur búa til myndband eða "sketch" og eru tímamörk um 20 sekúndur lágmark og 90 sekúndur hámark. Þema myndbandsins á að vera: "Lost in (Google) Translation" og geta nemendur þá á frumlegan og fyndinn hátt sýnt fram á að það er gott að kunna tungumál því annars fer illa.
Tungumálakennarar hjálpa nemendum að koma verkinu af stað vilji þeir einhverja aðstoð. Hver bekkur má skila inn tveimur myndböndum þar sem auðvitað verður einnig tekið tillit til einkunnarorða skólans. Myndböndin verða síðan sýnd á "Evrópska tungumáladeginum" þann 26. september og besta myndbandið fær vegleg verðlaun.