Frá Höfða
Frá Höfða

Nemendur í Íslandi NÁT fóru í námsferð í Mývatnssveit miðvikudaginn 9. maí. Veður var gott, þótt sumarið hafi ekki látið á sér kræla og gróður enn í vetrarbúningi.

Fyrst var áð við Goðafoss en síðan fóru nemendur í fjórum hópum á Fuglasafnið, þar sem þeir kynntu sér fuglalífið á Íslandi, í  Námaskarð og Grjótagjá og víðar þar sem fjallað var um jarðhita, í Skútustaðagíga og að Grænavatni, þar sem sérstaklega var fjallað um hraun og hraunmyndanir - og reyndar komið í fjárhús og fylgst með sauðburði, og loks farin gönguferð um Höfða, þar sem fjallað var um lífríki vatns og lands. Myndavélar og símar voru mjög á lofti, enda er hluti verkefnisins að gera póstkort með upplýsingum um ferðina og auk þess að nýta myndir í lokaverkefni annarinnar sem fjallar um umhverfi og umhverfisvernd, nýtingu náttúrunnar og þá hættu sem af þeim afnotum getur hlostist.

Hér eru myndir frá Goðafossi og úr gönguferðunum í Höfða.