- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Í gær fóru um 100 nemendur og 6 kennarar í náms og skoðunarferð í Mývatnssveit. Veðrið lék við hópinn fram að hádegi, bjart og víðsýni mikið. Um hádegisbil dróst yfir úrkoma og varð að hellidembu áður en yfir lauk, svo ferðalangar voru margir sem hundar af sundi dregnir. Allir komust þó heilir heim.
Fyrst var áð við Goðafoss, en þar var fyrir hópur erlendra ferðamanna með nútímaútbúnað ferðafólks, sjálfustengur og síma, GoPro-vélar og dróna. Ekki var slíkur búnaður í okkar ferð en talsvert tekið af sjálfsmyndum án framlengingar. Leiðin lá svo í sveitina og þar var farið á þrjár stöðvar, í Fuglasafn Sigurgeirs, í gönguferð í haustlitum á Vindbelg / Belgjarfjall, um jarðhitaslóðir og um hraunmyndanir við Grænavatn. Lagt var af stað um hálfníu að morgni og komið til baka á sjötta tímanum.