Mývatnsferð vor 2011
Mývatnsferð vor 2011

Í morgun fóru um 130 nemendur og 5 kennarar í náms- og vinnuferð í Mývatnssveit. Ferðin er einn af námsþáttum í náttúrufræðihluta Íslandsáfangans. Ferðin var fyrirhuguð á morgun, miðvikudag, en vegna afar slæmrar veðurspár var henni flýtt um einn dag.

Nemendur fóru í fjórum rútum og hver hópur um sig fór á fjórar mismunandi stöðvar. Ein stöðin var í Fulgasafni Sigurgeirs í Ytri-Neslöndum en þar unnu nemendur verkefni sem fyrir þá var lagt. Önnur stöðin fól í sér jarðhita og eldgos með skoðun við Hverarönd, við Grjótagjá og í Dimmuborgum. Sú þriðja var um eldgos og hraunlög, gervigíga, nýtingu hrauns og margt fleira og komið var í fjárhús á Grænavatni. Fjórða stöðin var víðsjárskoðun á mýlirfum í félagsheimilinu Skjólbrekku og heimsókn til Finnboga og Hjördísar á Geirastöðum, þar sem fengin voru sýni og fræðst um óspillta náttúru og afleiðingar þess að mannshöndin taki hana og lagi að sér.

Nemendur vinna ýmis verkefni eftir heimkomuna, en það eru lokaverkefni áfangans að þessu sinni.

Dálítið myndasafn úr ferðinni - myndir af öllum hópunum á Geirastöðum og í Skjólbrekku - er á Facebooksíðu MA.

.