Hverfjall
Hverfjall

Nemendur í 1. bekk B, C, D og E fóru í námsferð í Mývatnssveit í gær. Ferðin gekk vel að vanda og sveitin hvít skartaði sínu fegursta er leið á dag.

Nemendur fóru á Fuglasafn Sigugeirs og unnu þar verkefni, skoðuðu síðan jarðhitasvæði við Hverarönd og Grjótagjá, skoðuðu hraunmyndanir í Dimmuborgum og í Grænavatnshrauni og gervigíga við Skútustaði og unnu svo að líffræðiathgunum í rannsóknarstöð sem brugðið var upp í Skjólbrekku.

Nokkrar myndir úr ferðinni eru hér, teknar aðallega á og við Fuglasafnið og Hverarönd.