- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Á kennarafundi í janúar er að venju farið yfir námsárangur haustannar og hann skoðaður eftir bekkjum, árgöngum og áföngum. Margir nemendur standa sig afar vel og má t.d. geta þess að yfir 20 nemendur í þriðja bekk eru með meðaleinkunnina 9 eða hærri. Meðaleinkunnir í 1. og 3. bekk voru hærri en í fyrra og skólasókn betri. 1F var með bestu skólasóknina, 99%, og hæstu meðaleinkunnina ásamt 3T, 8,4.
Hæst í sínum árgangi eru Óðinn Andrason 1X með 9,8, Sóley Anna Jónsdóttir 2A með 9,7 og Birta Rún Randversdóttir 3VX með 10,0. Þess má geta að Sóley Anna og Birta Rún komu báðar ári yngri inn í skólann á hraðlínu beint úr 9. bekk. Til hamingju öll með glæsilegan árangur.