1 EFGH við Siglufjarðarkirkju
1 EFGH við Siglufjarðarkirkju

Um það bil 100 nemendur í samfélagshluta Íslandsáfangans fóru í dag ásamt 6 kennurum til Siglufjarðar og heimsóttu söfnin í bænum. Það er orðinn fastur þáttur í atvinnusöguhluta námsins að fara til Siglufjarðar og skoða Síldarminjasafnið í Roaldsbrakka, Bræðsluminjasafnið í Gránu og Báta- og bryggjusafnið í Bátahúsinu undir leiðsögn gagnkunnugra og koma einnig við á Þjóðlagasetrinu og kynnast því sem þar er á dagskrá. Örlygur Kristfinnsson, Rósa Húnadóttir og Anita Elefsen tóku þátt í kynningum á síldarsögunni ásamt Valdimar Gunnarssyni og Sverri Páli, Guðrún Igimundardóttir tók á móti nemendum í Þjóðlagasetri og sr. Sigurður Ægisson sagði sögu kirkju og bæjar í kirkjunni, þar sem Sturlaugur Kristjánsson stýrði sjómannasöngvum, en nesti fengu nemendur að njóta í safnaðarheimilinu á kirkjuloftinu.

Þessi mynd var tekin í tröppunum við kirkjuna og sést til allflestra sem í för voru.

Miklu fleiri myndir eru í Myndasafni hér