- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Nemendum í MA býðst að læra um grunnatriði kvikmyndagerðar laugardaginn 18. febrúar. Þór Elís Pálsson framhaldsskólakennari og kvikmyndagerðamaður ætlar þá að bjóða upp á námskeið fyrir framhaldsskólanemendur á Norðurlandi í húsnæði Verkmenntaskólans á Akureyri (gengið inn um norðurdyr). Námskeiðið, sem er á vegum Kvikmyndahátíðar framhaldsskólanna (KHF), hefst klukkan 10:00 en áætlað er að því ljúki klukkan 18:00. Þátttaka á námskeiðinu er án endurgjalds. Þátttakendur búa til stuttar myndir sem sýndar verða í lok námskeiðsins. Skráning á námskeiðið fer fram á www.filmfestival.is auk þess sem frekari upplýsingar um KHF má finna þar.