Sólkerfi okkar
Sólkerfi okkar

Laugardagurinn 5. mars kl. 11:30-14:00 bjóða stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness og Stjörnufræðivefurinn upp á námskeið í stjörnufræði á Hólum, Menntaskólanum á Akureyri. Aðalfundur Stjörnu-Odda-félagsins, áhhugamannafélags um stjörnufræði á Akureyri og Norðurlandi, verður á Hólum um klukkan 16.00.

Farið verður í stjörnuskoðun sama kvöld við MA ef veður leyfir.

Fyrirkomulag: Dagskráin hefst stundvíslega kl. 11:30. Húsið verður opnað 11:15. Um miðbik námskeiðsins verður hlé þar sem boðið verður upp á hressingu.

Staður: Hólar, nýbygging MA. Gengið er inn í Hóla af bílastæði Heimavistar MA við Þórunnarstræti.

Verð: 4.000,- kr. fyrir barn og eitt foreldri. Ganga verður frá greiðslu innan 5 daga frá skráningu svo að hún sé gild (nánari upplýsingar í tölvupósti að lokinni skráningu). Hægt verður að greiða með korti eða seðlum á staðnum. Í boði er 50% systkinaafsláttur ef fleiri en eitt barn koma á námskeiðið.

Skráning á www.astro.is

.