1. bekkur U sem stóð sig frábærlega vel á haustönninni. Á myndinni er líka Margrét Kristín umsjónark…
1. bekkur U sem stóð sig frábærlega vel á haustönninni. Á myndinni er líka Margrét Kristín umsjónarkennari bekkjarins.

 

Í lok hverrar annar er rýnt í námsmat annarinnar og fagstjórar sögðu á fyrsta fagstjórafundi vorannar frá árangri og breytingum í sínum greinum. Þáttur lokaprófa hefur mjög farið minnkandi undanfarin ár og sumar greinar alfarið komnar yfir í símat. Margir nemendur standa sig að jafnaði afar vel. Hæstu nemendur í hverjum árgangi voru:

1. bekkur: Max Forster 1U, 9,8

2. bekkur: Helga Viðarsdóttir 2U, María Björk Friðriksdóttir 2S og Eva Natalía Elvarsdóttir 2X allar með 9,7

3. bekkur: Óðinn Andrason 3VX með 9, 9 og Róbert Tumi Guðmundsson 3T með 10,0!

Besta skólasóknin og hæsta meðaleinkunnin var í 1U, meðaltal skólasóknar var 98,2% og meðaleinkunn bekkjarins var 8,3 og engin falleinkunn var í þeim bekk. Það er varla hægt að standa sig betur en þetta. Á myndinni eru þau ásamt umsjónarkennara sínum, Margréti Kristínu Jónsdóttur, að búa sig undir að horfa á leik Íslands og Svartfjallalands í umsjónartíma. 

Skólinn óskar nemendum og bekkjum til hamingju með þennan góða árangur og öllum þeim nemendum sem lagt hafa sig fram í námi og sýnt áhuga og tekið framförum. Það er alltaf gaman að kenna slíkum nemendum og læra af þeim í leiðinni.