- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Fallegt var um að litast í morgun þegar nemendur og starfsmenn mættu til starfa. Hvít snjóbreiða yfir öllu og mikil kyrrð allt um kring. Að einhverju leyti skýrist það af því að í dag er námsmatsdagur. Minni umferð er í kringum skólann og færri á ferðinni innan veggja hans. Þannig er engin hefðbundin kennsla í dag. Þess í stað vinna nemendur að hinum ýmsu verkefnum, þreyta sjúkrapróf eða mæta í viðtöl til kennara.