- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Í dag, miðvikudaginn 20. febrúar er námsmatsdagur í MA. Í fréttabréfi skólans sem gefið var út síðastliðið haust segir svo um námsmatsdaga veturinn 2018-19:
Síðustu tvö ár hafa námsmatsdagar verið á miðri önn og próftíð í lok annar stytt aðeins. Símat hefur aukist mjög undanfarin ár, próflausum áföngum fjölgað mikið og vægi lokaprófsins hefur farið lækkandi. Fáir áfangar eru með vægi lokaprófs yfir 70%. Álag á nemendur og kennara er því mikið alla önnina við verkefnavinnu og yfirferð. Einn námsmatsdagur er á haustönn, var 24. október, en á vorönninni verða þeir tveir. Þá er ekki hefðbundin kennsla eða mætingaskylda en kennarar geta ætlast til að nemendur komi í sjúkrapróf hafi þeir misst af verkefnum eða prófum. Færri dagar eru teknir undir lokapróf í áföngum, eða 6 alls fyrir utan sjúkrapróf og endurtökupróf.