Miðvikudaginn 14.október verður nemendum boðið upp á örnámskeið í námstækni.

Á námskeiðinu mun Heimir Haraldsson námsráðgjafi fjalla um aðferðir við tímastjórnun, skipulag og markmiðssetningu. Námskeiðið er um 40 mínútur og byrjar kl. 11:30 í stofu H8.

Nemendur þurfa ekki að skrá sig og eru hvattir til að mæta og grípa með sér nesti.​​