- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Miðvikudaginn 5. maí fóru nemendur og kennarar í náttúrulæsi í námsferð í Mývatnssveit, sem eins og flestir vita er náttúruparadís á heimsvísu. Til að fylgja öllum sóttvarnarreglum var hver bekkur með sér rútu og ólíka dagskrá þótt sömu sex staðir væru heimsóttir. Við könnuðum jarðhita og náttúrulegan leirmaska á Hverum við Námafjall, skoðuðum gervigígana hjá Skútustöðum, litum ofan í Grjótagjá, gengum upp á Hverfjall, fræddumst um hraunmyndun í Dimmuborgum og kíktum á Goðafoss með meiru. Þótt það sé kalt um þessar mundir hér á Norðurlandi vorum við heppin að því leyti við fengum nokkuð þurrt og hægt veður. Vel heppnuð ferð að baki og gleðin við völd.
Texti: Kolbrún Ýrr Bjarnadóttir
Fleiri myndir úr ferðinni má sjá á Facebook síðu skólans.