- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Þriðjudaginn 7. september fóru tæplega 100 nemendur í 1 TUV og X ásamt fjórum kennurum í námsferð í Mývatnssveit. Ferðin er einn af mörgum námsþáttum í náttúrulæsisáfanganum.
Nemendur fóru í fjórum rútum og hver hópur um sig fór á fjórar mismunandi stöðvar. Ein stöðin var ganga á Hverfjall, þar sem víðsýnt er yfir Mývatnssveit. Önnur stöðin fól í sér jarðhita og eldgos með skoðun við Námaskarð og Grjótagjá. Sú þriðja var stopp við gervigígana við Skútustaði þar sem komið var inn á myndun þeirra o.fl. Fjórða stöðin var svo skoðunarferð um Dimmuborgir þar sem nemendur gengu um þetta friðlýsta svæði og dáðust að þessum sérstöku hraunmyndunum sem þar eru að finna.
Nemendur voru með myndavélar á lofti, enda er hluti verkefnisins að gera kynningu á ákveðnum þáttum ferðarinnar. Ferðin gekk mjög vel, veður var gott og nemendur einstaklega jákvæðir og prúðir. (Sonja Sif)