Skólameistari kallaði nemendur 1. - 3. bekkjar á Sal í gær. Megintilefnið var að kveðja þá og þakka fyrir starfið í vetur, en af einhverjum sökum hefur það að jafnaði ekk verið gert, og auk þess fjallaði meistari um upphaf næsta skólaárs.

Meistari sagði að frá og með komandi hausti yrðu nemendur innritaðir til styttra náms og annarrar námskrár en hingað til. Það tækifæri yrði meðal annars notað til að breyta móttöku nýnema, þar sem einkunnarirð skólans, virðing, víðsýni og árangur yrðu höfð að leiðarljósi. Fyrst og fremst yrði tekið á móti nýjum nemendum af virðingu og allir tilburðir til niðurlægingar, að gera lítið úr nýkomnum, yrðu ekki lengur leyfðir. Hann hvatti nemendur til að nota frjóa hugi sína til að finna leiðir til vígja busana, taka á móti nýnemunum, þannig að öllum yrði til sóma.