Ásta Hermanns
Ásta Hermanns

Gaman er að fylgjast með því hvernig nemendum vegnar eftir stúdentspróf. Verkefni sem fyrrum nemandi á ferðamálakjörsviði MA hefur unnið að er tilnefnt til nýsköpunarverðlauna forseta Íslands.

Ásta Hermannsdóttir lauk stúdentsprófi af ferðamálakjörsviði vorið 2007, en það var annað árið sem brautskráð var eftir að ferðamálaþátturinn var tekinn upp á málabraut. Hér er brot úr pósti sem Ásta sendi Árnýju Helgu Reynisdóttur brautarstjóra málabrautar:

"...mér datt í hug að þið í ferðamálafræðinni mynduð hafa gaman af því að frétta af því hvað gamlir nemendur eru að gera gott. Mig langaði til að segja ykkur frá því að verkefni sem ég vann á styrk frá Nýsköpunarsjóði
námsmanna síðasta sumar og kallast "Fornleifar á eyðidal: skráning og kynning á fornum minjum í Seljadal" hefur verið tilnefnt til Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands. Verkefnið fjallar um mögulega nýtingu fornleifa í menningartengdri ferðaþjónustu, og jú, allur minn ferðamálafræðigrunnur kemur frá ykkur þannig að það mætti segja að þið ættuð hluta í þessu verkefni ..."

Þetta er gleðilegt og við hér í MA óskum Ástu velfarnaðar og gjarnan viljum við segja frá árangri og sigrum okkar fólks þótt það sé flogið úr hreiðrinu.

Myndin sem hér fylgir er af Ástu og hana tók ritstjóri af Facebook.

.