- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Oft er spurt um fjölda nemenda í skólanum. Ekki er alltaf hægt að svara slíku af nákvæmni fyrirfram því tölur geta breyst við upphaf skóla. Fyrir kemur að einhverjir skila sér ekki á hausti og aðrir kunna að bíða á hliðarlínunni, en í vetur verða þeir sem næst 765.
Skipting eftir bekkjum er þannig að í 1. bekk verða 220 nemendur, í 2. bekk verða þeir 200, þriðjubekkingar eru minnsti hópurinn, þeir verða sem næst 165 og loks verða á lokaárinu, 180 nemendur.
Því síðastnefnda tengist að nú í morgun fór fljúgandi héðan og suður á Costa del Sol 190 manna hópur, en það eru verðandi fjórðubekkingar og verða þar í því sem nú kallast útskriftarferð fram til 9. september. Í ferð með hópnum eru þrír kennarar og starfsmenn skólans, Ghasoub Abed, Karen Júlía Sigurðardóttir og Arna Einarsdóttir svo og maki hennar, Samúel Björnsson. Skólinn vonar að þessi mikli hópur njóti dvalar og komi heill heim.