- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Föstudaginn 19. febrúar verða nemendamenntabúðir í MA; þá sjá nemendur um að halda menntabúðirnar fyrir starfsfólk og aðra nemendur. Þetta er spennandi tækifæri til að bæta náms- og starfsumhverfið í MA. Málstofurnar hefjast 14:40 og standa í u.þ.b. 40 mínútur.
Eftirfarandi málstofur verða í boði. Hvað er örsókn? Móðganir hversdagsins með skaðlegum áhrifum. Hvað er hægt að gera betur hvað virðingu gagnvart fólki af erlendum uppruna varðar. Umsjón: Cristina og Zakki Stofa: H9
Einingamunur á tónlistarnemum og íþróttaiðkendum. Ekki er samræmi á milli eininga sem tónlistarnemendur fá og þeir sem æfa íþróttir. Umsjón: Jóna Margrét Stofa: H8
Hvað er gagnlegast? Þrír nemendur af mismunandi brautum segja frá hvað þeim finnst gagnast best í kennslu. Umsjón: Sóley Anna, Ásta Ögn, María og Trausti. Stofa: H7
Getur MA ekki haldið fleiri viðburði? Hvernig hægt væri að setja skemmtanalíf MA í nútímalegra form, með því að halda fleiri og frjálslegri viðburði skipulagða af nemendafélögum í samstarfi við skólann. Umsjón: Kjartan Sveinn og Björn Gunnar Stofa: H5