Hér með er auglýst eftir umsóknum um styrki úr Nemendasjóði Menntaskólans á Akureyri.

Nemendasjóði er ætlað að styrkja nemendur MA (ekki utanskólanemendur eða nemendur í hlutanámi) sem glíma við fjárhagserfiðleika.
Umsóknareyðublöð fást í afgreiðslu skólans eða hjá námsráðgjöfum. Umsóknum skal skilað í afgreiðslu eða til námsráðgjafa í síðasta lagi 31. janúar. Umsóknir verða afgreiddar fyrir 15. febrúar. Umsóknareyðublað má nálgast hér.

Stjórn sjóðsins skipa 8 manns, 5 fulltrúar nemenda úr Hagsmunaráði, 2 fulltrúar kennara og skólameistari. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

F.h. stjórnar Nemendasjóðs MA,
Jón Már Héðinsson
skólameistari