- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
MA-ingum býðst nú að taka þátt í svefnrannsókn sem felst í að rannsaka svefnheilbrigði þar sem metin eru áhrif stuttrar fræðslu og núvitundaríhlutunar á svefnlengd, svefngæði, kvíða, þunglyndi og lífsgæði ungmenna.
Svefnrannsóknin sjálf felur í sér að sofa með hring á fingri í 6 nætur fyrir íhlutun og svo aftur eftir íhlutun. Hringurinn safnar gögnum inn á app á vegum svefnrannsóknarfyrirtækisins SleepImage. Þar mun svefnlæknir fara yfir niðurstöður. Hvert og eitt mun fá upplýsingar um sínar svefnniðurstöður afhentar í lok rannsóknarinnar og ef niðurstöður leiða í ljós að þörf er á frekari aðstoð við að auka svefngæði þá mun hjúkrunarfræðingur skólans bjóða upp á frekari aðstoð eða leiða viðkomandi áfram í réttan farveg.
Til að rannsaka kvíða, þunglyndi og lífsgæði verða lagðir fram spurningalistar sem allir þátttakendur svara í upphafi og lok rannsóknarinnar.
Upplýsingarfundur verður haldinn mánudaginn 20. febrúar kl. 16:10 í stofu H9.
Sólveig Magnúsdóttir, forstöðulæknir svefnrannsókna, MyCardio USA er ábyrgðarmaður rannsóknarinnar. Ingibjörg Magnúsdóttir, kennari í Menntaskólanum á Akureyri fer fyrir hópnum sem stendur að þessari rannsókn og sér um framkvæmd rannsóknarinnar.