Nemendur á eðlisfræðilínu 4. bekkjar eru þessa dagana í náms- og skoðunarferð í Lundúnum og víðar á Englandi í fararstjórn Brynjólfs Eyjólfssonar. Hann hefur nokkrum sinnum farið með nemendur í ferðir sem þessar, en nemendur safna fyrir ferðunum sjálfir.

Hópur frönskunemenda fer á sunnudaginn til Parísar til að kynna sér mál og menningu borgarinnar. Þetta eru aðallega náttúrufræðideildarnemar úr 3. bekk og verða í vikutíma í heimsborginni undir leiðsögn Arnar Þórs Emilssonar. Hann hefur margoft áður farið með hópa áhugasamra nemenda til Parísar og nemendur hafa safnað fyrir ferðakostnaði.

Nemendur á ferðamálakjörsviði 4. bekkjar málabrautar komu á mánudagskvöld til landsins úr rannsóknarleiðöngrum sínum til 5 borga í frönsku- og þýskumælandi löndum. Þeir vinna nú úr gögnum sem söfnuðust í ferðinni og gera að lokum úr þeim kynningarmyndbönd, sem eru lokaverkefni þeirra.

Páskaleyfi hefst í dag og nemendur verða á faraldsfæti, aðkomunemar fara heim og svo framvegis, Kennsla hefst að nýju samkvæmt studaskrá miðvikudaginn 7. apríl.

.