- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Nú styttist í að námsmatsdagar hefjist í MA og nemendur takist á við próf með öllu því sem góðri prófatíð fylgir. Nemendur á hraðlínu MA hafa hist með verkefnisstýru mánaðarlega á þessari önn og í dag var komið að síðusta fundi haustannar. Hraðlínunemendur komu sér vel fyrir á Meistarastofu nú í morgunsárið með heitt súkkulaði og kruðerí. Þar var önnin gerð upp og línur lagðar fyrir komandi prófatíð. Góðfúslegt leyfi nemenda fékkst fyrir myndatöku og eitt augnablik fengu grímurnar að falla – frábærir og öflugir krakkar hér á ferð. Glöggir lesendur sjá kannski að fyrrverandi skólameistarar voru með á fundinum. Þeir lögðu ekki mikið til málanna en hafa vissulega notalega nærveru og vekja alltaf forvitni nemenda.
Hildur Hauksdóttir