Listafólkið fagnar í lok sýningar. Mynd: Kolbrún Ýrr Bjarnadóttir.
Listafólkið fagnar í lok sýningar. Mynd: Kolbrún Ýrr Bjarnadóttir.

Nemendur á þriðja ári á kjörnámsbraut í sviðslistum sýndu lokaverkefni sín í Samkomuhúsinu í gærkvöldi. Alls voru 8 verk sýnd og eins og Marta Nordal leikhússtjóri sagði í ávarpi sínu endurspegluðu verkin fjölbreytileika leikhússins. Sum sögðu sína eigin sögu, önnur spunnu út frá öðrum verkum og sóttu í brunn sögunnar, það voru dansverk, leikverk, söngur, eintal. Það var hvorttveggja gaman og alvara, áhorfendur hlógu bæði og grétu.

Menntaskólinn á Akureyri óskar nemendum og kennara þeirra Maríu Pálsdóttur innilega til hamingju með áfangann.

Í kvöld verður svo opin æfing hjá nemendum á öðru ári, í Hlöðunni í Litla-Garði. Nemendur hafa verið að spreyta sig á söngleikjaforminu og sýna nú afraksturinn. Kennari þeirra er Þórhildur Örvarsdóttir.