- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Nám fer fram miklu víðar en í kennslustofunni og oft nauðsynlegt að fara út fyrir hana til að víkka sjóndeildarhringinn og auka þekkinguna. Nemendur í áfanganum Afbrotafræði kynntu sér til dæmis starf lögreglunnar á Akureyri og þá er hvergi betra en að gera það á heimavelli hennar, á lögreglustöðinni. Með í för var kennari þeirra Lilja Ákadóttir, sem tók meðfylgjandi mynd.
Áfanganum er svo lýst: Af hverju fremur fólk afbrot? Hvaða afbrot eru alvarleg? Hvaða áhrif hafa refsingar? Hvað kosta afbrot ríkið? Hvað eru hvítflibbabrot? Hvað eyðum við miklu í að verja okkur gegn glæpum? Eigum við hugsanlega að lögleiða fíkniefni? Hver er stefna Íslendinga í fangelsismálum? Þessar spurningar ásamt mörgum fleirum verða ræddar í áfanganum, í samhengi við kenningar í afbrotafræði. Fjallað verður um eðli afbrota á Íslandi og viðhorf Íslendinga til afbrota. Ýmsir brotaflokkar verða teknir fyrir, s.s. ofbeldisbrot, vændi, mansal, hvítflibbabrot auk þess sem fjallað verður um vímuefni og fíkniefnalöggjöf. Viðhorf til refsinga og refsiaðferða verður skoðað sem og félagslegt umhverfi fanga. Einnig verður fjallað um íslenska réttarkerfið og það borið saman við réttarkerfi annarra ríkja auk þess sem stuttlega verður komið inn á sakfræði.