Sigurður J. Bjarklind fór með hóp af nemendum í heimsókn á Bráðamóttöku Sjúkrahússins á Akureyri og blóðrannsóknardeild í dag. Sagan segir að við athugun hafi nemendur allir reynst lifandi og heilir á hófi. Þó hafi verið prófað að setja einn í gifs. Segir ekki fleira af því. En þetta var fróðleg ferð og þeim sem hana fóru góð upplifun.

Einhver móða virðist hafa verið komin á gleraugu kennarans þegar hann tók þessa mynd, sem er að öðru leyti ágæt. Á henni má sjá nemendahópinn ásamt Höllu Bjarklind vaktstjóra og Jóni Knutsen bráðatækni.