- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Nemendur í menningarlæsi settu svip sinn á bæjarlífið í gær þegar þeir spígsporuðu um miðbæ Akureyrar og leystu þrautir. Krakkarnir tóku þátt í ratleik sem teygði anga sína í Innbæinn og á Oddeyri.
Alls voru tíu stöðvar með þrautum, ýmist við söguskilti, byggingar eða útilistaverk. Nemendur fengu þannig örlitla innsýn í sögu og menningu elsta hluta Akureyrar með því að fara á vettvang, safna upplýsingum og taka myndir.
Svalt var í veðri en um leið hressandi að komast út og anda að sér súrefni eftir setu undanfarinna daga.