- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Á undanförnum tveimur vikum hafa nemendur úr 1. og 3.bekk í líffræði framkvæmt DNA tilraun sem gengur út á það að einangra DNA (erfðaefni) og gera það sýnilegt berum augum. Unnið var í hópum og lagði einn einstaklingur úr hverjum hóp til frumusýni sem safnað var með því að skrapa með tréstaf í kinnina að innanverðu. Tilraunin fólst svo í því að einangra DNA úr frumusýninu með viðeigandi efnum og áhöldum.
Kristinn Knörr, nemandi í 1.T, notaði time-lapse tólið í iPhone símanum sínum, til að fanga síðasta stig æfingarinnar á myndband. Ef vel er að gáð sjást hvítir ,,þræðir" í tilraunaglasinu hægra megin leita upp á við (í eðlisléttari vökva) en þessir þræðir eru einmitt DNA sameindir sem búið er að einangra.