- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Nemendur í menningarlæsi huga þessa dagana að aukinni neytendavitund út frá hinum ýmsu sjónarhornum. Fjölmiðlar hafa verið nokkuð fyrirferðarmiklir í því sambandi. Krakkarnir hafa m.a. tekið fyrir atriði eins og myndlæsi, neysluhyggju, gagnrýna hugsun og duldar auglýsingar.
Í ljósi tíðinda undanfarinna missera um umfang falskra frétta í fjölmiðlum ákváðu kennarar að fá fyrirlesara til að leiða nemendur í allan sannleika um þá vá sem falsfréttir eru. Kjartan Ólafsson, lektor við Hug- og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri heimsótti nemendur í morgun, fræddi þá um hálf-vísindi og uppspuna sem fylgir slíkri fréttamennsku, tilgang og áhrif.