- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Nemendur í lögfræðivali gerðu góða ferð í Héraðsdóm Norðurlands eystra sl. mánudag ásamt kennara sínum Einari Brynjólfs.
Arnbjörg Sigurðardóttir, dómstjóri (MA-stúdent 1993) og Berglind Harðardóttir, aðstoðarmaður dómara (MA-stúdent 2010) sátu fyrir svörum og fræddu fróðleiksþyrsta nemendur um hina ýmsu leyndardóma dómskerfisins.
Heimsóknin heppnaðist sérlega vel og í ljós kom að í hópnum má finna nokkra nemendur sem hyggjast leggja lögfræði fyrir sig að afloknu námi hér í MA.
Einar Brynjólfsson.