- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Skólinn iðar af lífi í dag og á morgun þegar nemendur í grunnskólum Akureyrar og nágrannabyggðarlaga heimsækja MA í fylgd kennara. Hér er um árlega kynningu að ræða fyrir nemendur í 10. bekk á Akureyri og nemendur í 9. og 10. bekk í sveitunum í kring. Starfsfólk Menntaskólans kynnir námsframboð með dyggri aðstoð nemenda skólans auk þess sem þeir kynna félagslíf skólans fyrir nemendum grunnskólanna. Þá fá gestirnir að skoða húsakynni skólans svo sem Gamla skóla, Kvosina og bókasafnið. Takk fyrir heimsóknina krakkar og vonandi sjáum við ykkur sem flest næsta haust.