- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Nokkrir mentorar úr MA og VMA brugðu sér í leikhús í síðastliðinni viku ásamt góðvinum sínum úr grunnskólum Akureyrar.
Mentorverkefnið Vinátta er valgrein í báðum framhaldsskólunum á Akureyri og felst í því að nemendur hitta grunnskólabarn í hverri viku um veturinn og gera eitthvað skemmtilegt og uppbyggjandi saman eins og að fara í sund, gönguferðir, skauta, kaffihús, baka o.s.frv. Annað slagið hittist svo hópurinn allur saman um veturinn og brallar ýmislegt - þá er oft glatt á hjalla.
Í síðustu viku var sem sé á dagskrá að fara saman í leikhús og tækifærið notað að sjá lokaæfinguna á Lisu í Undralandi hjá Leikfélagi Akureyri, sem var frumsýnd um helgina og hefur fengið afar góða dóma.
Myndina tók Ásta Guðrún Eydal.