Nemendur skoða Laugafisk í Reykjadal
Nemendur skoða Laugafisk í Reykjadal

Fimmtudaginn 8. nóvember héldu nemendur í jarðfræði í 2. bekk á raungreinabraut í jarðhitaferð austur á bóginn, ásamt kennara sínum Þórhildi Björnsdóttur. Markmiðið með ferðinni var að skoða hvernig hægt er að nýta jarðhitann á fjölbreyttan hátt. 

Fyrsta stopp var í Laugafiski á Laugum í Reykjadal þar sem þorskhlutar eru þurrkaðir með hjálp jarðhitans á Laugum og síðan seldur til Nígeríu. 

Annað stopp var í gróðurhúsunum á Hveravöllum þar sem jarðhitinn er nýttur til ræktunar á tómötum, gúrkum, paprikum og grænkáli.

Þriðja stopp var á Þeistareykjum þar sem háhitasvæðið er nýtt til rafmagnsframleiðslu en þar er jarðvarmavirkjun með 90 MW framleiðslugetu. 

Síðasta stoppið var síðan í sjóböðunum á Húsavík en þar er heitur jarðsjór nýttur til baða. Ljúft var að enda daginn í slökun í heita vatninu.

Á Þeistareykjum Á Hveravöllum

 

Þetta var skemmtilegur dagur og krakkarnir til fyrirmyndar. 

Texti og myndir: Þórhildur Björnsdóttir.