- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Nemendur í 3T nutu veðurblíðunnar í Kjarnaskógi í gær ásamt umsjónarkennara bekkjarins Guðjóni Andra Gylfasyni. Markmið ferðarinnar var annars vegar að safna birkifræjum fyrir landsssöfnun Skógræktarinnar og Landgræðslunnar og hins vegar að eiga saman notalega samverustund í fallegu umhverfi. Að loknu góðu dagsverki voru pylsur settar á grillið og viðurkenningar veittar fyrir vel unnin störf.
Söfnun á birkifræjum fer nú fram í þriðja skipti en safna má fræjunum frá ágústlokum og fram í byrjun október. Tilgangur söfnunarinnar er að breiða út birkiskóga landsins og um leið að binda kolefni. Árið 2020 söfnuðust 274 kíló af fræjum, samtals 50 milljón birkifræ.