Nemendur freista þess að finna MA-gralið
Nemendur freista þess að finna MA-gralið

Framundan er síðasta heila kennsluvikan áður en kemur að námsmatsdögum. Nemendur á fyrsta ári í sögu freista þess að finna gamlan silfurbikar í eigu skólans fyrir prófavertíð. Um ratleik er að ræða þar sem þátttakendur leysa þrautir, leita uppi söguminjar af ýmsu tagi í skólabyggingunni og leita svara við spurningum sem tengjast sögu þeirra. Ratleikurinn ber yfirskriftina Leitin að MA-gralinu. Hér má sjá þrautirnar sem nemendur þurfa að leysa.