Nemendur á uppeldis- og menntunarfræðikjörsviði, sem sitja nú áfangann UPP 203, hafa í ýmsu að snúast þessa dagana. Þeir hafa verið í heimsóknum í grunnskólum Akureyrar, þar sem þeir fá að fylgjast með kennslustundum og aðstoða nemendur í 4.-7. bekk. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt samstarf hefur komist á milli skólastiganna og eru nemendur MA hæstánægðir með heimsóknirnar. Hver nemandi MA fer þrisvar sinnum í rúmlega klukkutíma heimsókn í sama grunnskólann og veltir meðal annars fyrir sér faglegu starfi, stefnu skólans, sérhæfingu, nemendavernd og agamálum og ræðir við námsráðgjafa skólans.

.