- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Tólf nemendur í 4. bekk MA tóku sér fyrir hendur það sjálfboðaverkefni að kynna verkefni UNICEF um heimsforeldra. Þeim vegnaði vel og 26 nýir foreldrar bættust í hópinn. Um það segir á vef UNICEF á Íslandi, (Íslandsdeildar barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna):
Tólf manna hópur sjálfboðaliða úr 4. bekk Menntaskólans á Akureyri gekk í aprílmánuði í hús á Norðurlandi til að kynna heimsforeldra-verkefni UNICEF. Í kjölfarið slógust alls 26 Norðlendingar í hóp heimsforeldra! Þeir styrkja þannig mikilvægt starf í þágu bágstaddra barna með mánaðarlegum framlögum.
Við hjá UNICEF á Íslandi bjóðum þessa nýju styrktaraðila hjartanlega velkomna í góðan hóp heimsforeldra um leið og við þökkum MA-ingum kærlega fyrir dýrmætt framlag þeirra. Sérlega ánægjulegt var að sjá áhuga þeirra á hugsjónum og verkefnum UNICEF.
Útskriftarnemendur MA sækja lífsleikniáfanga á sinni síðustu önn í skólanum. Einn hluti áfangans eru sjálfboðastörf sem nemendur eiga að sinna í þeim tilgangi að efla samfélagslega ábyrgð þeirra, ásamt því að þeir kynnist af eigin raun tilteknum málaflokki innan velferðarþjónustunnar eða starfsemi frjálsra félagasamtaka.