- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Síðasta verkefni í sjálfboðastörfum þriðjubekkinga þetta árið var að vinna við bocciamót fatlaðra á vegum Lionsklúbbsins Hængs nú um helgina. Að sögn Hængsmanna unnu krakkarnir þar gott starf, stóðu sig með prýði og voru skólanum til mikils sóma. Hængsfélagar voru sammála um að þetta hefði verið frábært framlag af hálfu MA. Að sögn nemenda var vinna þeirra lærdómsrík og braut á margan hátt feiminismúra til þeirra sem eiga við einhverskonar fötlun að glíma.
Um þessi sjálfboðastörf má segja, eins og hefur að nokkru leyti komið fram áður hjá lífsleiknikennurum, að hluti af lífsleikni í þriðja bekk er að inna 6 klukkutíma sjálfboðastarf af hendi. Nemendur hafa verið að láta gott af sér leið í íþróttafélögum, samstarfi við félag eldri borgara eins og t.d. tölvufræðslan og samvera og heimsóknir á Hlíð, kynnst grasrótarstarfsemi á Grófinni sem er geðverndarmiðstöð, starfsemi Rauða krossins, ein fór og var með tónlistar- og hljóðfærakynningu á leikskólum og margt fleira. Flestir voru að vinna þetta í mars en þeir síðustu voru að starfa við Hængsmótið í boccia sem haldið var núna um nýliðna helgi.
Þeir sem hafa verið að taka á móti okkar nemendum hafa sýnt mikið þakklæti og langflestir nemendur eru að kynnast nýrri hlið á samfélaginu og hefur fundist einkar lærdómsríkt að fá þetta tækifæri að kynnast margvíslegu sjálfboðastarfi sem unnið er í nánasta umhverfi.